Beint ß lei­arkerfi vefsins

Stefna LSS

 

Stefna Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga frá 2010

 

Traust, virðing og fagmennska

 

Hlutverk

Hlutverk Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum og börnum lífeyri í samræmi við samþykktir sjóðsins og lög og aðrar reglur sem gilda um starfsemi lífeyrissjóða. Í því skyni tekur sjóðurinn við iðgjöldum og ávaxtar fjármuni sjóðsins.

Sjóðurinn hefur mikilvægu samfélagslegu hlutverki að gegna og leggur sig fram um að standa undir því.

Framtíðarsýn

 • Starfsmenn sveitarfélaga, stéttarfélög og sveitarstjórnarfólk líti á LSS sem fyrsta kost í lífeyrismálum fyrir sitt fólk.
 • LSS njóti trausts sem öflugur og vaxandi lífeyrissjóður sem hefur forystu í faglegum vinnubrögum og góðri miðlun upplýsinga til sjóðfélaga og annarra hagsmunaaðila.
 • Samfélagsleg ábyrgð verði höfð að leiðarljósi í fjárfestingum á vegum sjóðsins.

Gildi LSS

Stjórn og starfsfólk hafa traust, virðingu og fagmennsku að leiðarljósi í störfum sínum.

Traust

 • Við byggjum starfsemi okkar á trausti sem grundvallast á virku eftirlitskerfi.
 • Við veitum trausta og áreiðanlega þjónustu.
 • Við leggjum áherslu á gagnsæi og að upplýsingar séu aðgengilegar og sýnilegar.

Virðing

 • Við sinnum öllum verkefnum af alúð og störfum af sanngirni og festu.
 • Við sýnum sjóðfélögum og öðrum hagsmunaaðilum okkar virðingu.
 • Við leitum ávallt leiða til að afgreiða öll mál eins hratt og mögulegt er.

Fagmennska

 • Við erum áreiðanleg og vinnum eftir skýrum verkferlum.
 • Við skipuleggjum verkefni okkar í tíma og höfum skýra verkaskiptingu.
 • Við vinnum öll verk af vandvirkni og á grunni skráðra verklagsreglna.

Hagsmunaaðilar og áherslur gagnvart þeim

 

hagsmunaadilar

 

Sjóðfélagar

 • Skilvirk þjónusta sem mætir þörfum einstaklinga.
 • Virk upplýsingamiðlun til sjóðfélaga um réttindi þeirra sem og hlutverk og starfsemi LSS.
 • Samfélagslega ábyrg fjárfestingastefna.

Eftirlitsaðilar

 • Skilvirkni, fagmennska og áreiðanleiki skulu einkenna samskipti sjóðsins við eftirlitsaðila.
 • Góð og fagleg samskipti við opinbera eftirlitsaðila.

Þjónustu- og samstarfsaðilar

 • Fagmennska og gagnkvæmt traust skulu einkenna samskipti sjóðsins við þjónustu- og samstarfsaðila.
 • Tryggt skal að þjónustuaðilar uppfylli kröfur um gæði og áreiðanleika.

Starfsmenn

 • Laða skal að hæft starfsfólk og skapa því umhverfi þar sem það getur nýtt kunnáttu sína og frumkvæði.
 • Starfsmenn og stjórnendur starfa samkvæmt skýrum markmiðum á sviði starfsþróunar og símenntunar.
 • Starfmannasamtöl skulu fara fram reglulega enda ýta þau undir starfsánægju og tryggja að starfsmenn og stjórnendur stefni að sama marki.

Landssamtök lífeyrissjóða og aðrir lífeyrissjóðir

 • Virk þátttaka í faglegu og félagslegu samstarfi lífeyrissjóða og gæsla hagsmuna LSS og sjóðfélaga.
 • Áhersla á samþættingu réttinda sjóðfélaga milli lífeyrissjóða.

Sveitarfélög og samtök launafólks

 • Gagnvart sveitarfélögum, stéttarfélögum og trúnaðarmönnum þeirra leggur sjóðurinn áherslu á að veita ávallt þær upplýsingar sem þau þurfa til að sinna eftirlits- og vöktunarhlutverki sínu.
 • Góð samskipti við sveitarfélög og þá sem fara með launa- og kjaramál þeirra.

 

Markmið í rekstri og stjórnun LSS

Að LSS verði sjálfsagður kostur starfsmanna sveitafélaga

Það gerist með:

 • Frekari stækkun og þar með eflingu sjóðsins.
 • Árangursríkri fjárfestingastefnu sem studd er almennum varfærnissjónarmiðum og óháðri greiningu á valkostum.
 • Fyrsta flokks og nútímalegri þjónustu við hagsmunaaðila með öflugri kynningu og góðu aðgengi að upplýsingum um starfsemina, ávöxtun sjóðsins og mismunandi deilda hans, þ.e. A, V og S.
 • Hæfu, upplýstu og ánægðu starfsfólki sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og trúmennsku.

Að efla starfsemi LSS

Það gerist með:

 • Jákvæðri og aukinni kynningu til starfsmanna sveitarfélaga og núverandi sjóðfélaga.
 • Kynningu og umræðum um mat á kostum sameiningar sjóða sem nú eru í rekstrarlegri umsjón LSS við LSS.
 • Því að fá fleiri sveitarfélagasjóði til að sameinast LSS.

Að auka gæði eignastýringar og -umsýslu LSS

Það gerist með:

 • Eflingu innra greiningarstarfs hjá LSS.
 • Því að stuðla að betri greiningarvinnu í samstarfi við aðra lífeyrissjóði
 • Reglulegri upplýsingagjöf til stjórnar LSS.
 • Gerð fjárfestingaáætlana og skilvirkri framkvæmd þeirra.

 

Samþykkt á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga þann 27. september 2010.Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd


Skrifstofa LSS
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 540 0700
Netfang: lss(hjá)lss.is 
Opið virka daga
kl. 9.00-16.00
Símatími lífeyrisdeildar er milli kl. 13.00–16:00
Kennitala: 491098-2529