Beint į leišarkerfi vefsins

Lķfeyrissjóšur starfsmanna Kópavogsbęjar

 

 

ÁRSFUNDUR LSK 2016 

 

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn mánudaginn 30. maí kl. 16:30, í húsakynnum Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík.

Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Kosning fulltrúa sjóðfélaga í stjórn sjóðsins
3. Önnur mál löglega upp borin

Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins

Reykjavík, 26. apríl 2016

Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna Kópavogsbæjar

 

Starfsemi ársins 2015 

Ársreikningur LSK 2015

Fjárfestingarstefna LSK fyrir árið 2016 (pdf) 

Tryggingafræðileg athugun fyrir 2015

 

 

 

FRÆÐSLUFUNDUR UM EFTIRLAUN VIÐ STARFSLOK FYRIR FÉLAGA KÍ 

Miðvikudaginn 4. nóvember býður Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga sjóðfélögum Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar sem eru félagar í Kennarasambandi Íslands, á fræðslufund um eftirlaun við starfslok. Fundirnir eru þrír - fyrir hverja deild fyrir sig og verða haldnir í húsakynnum LSS, Sigtúni 42, 2. hæð, Reykjavík. 

  • Sjóðfélagar í  Lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar mæti kl. 18.00

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á fundinn með því að senda póst á thordis@lss.is. Gefa þarf upp nafn, kennitölu og að sjóðfélagi sé í LsRb.

Fundirnir verða í beinni útsendingu á netinu hjá KÍ. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í streymi með því að senda póst á netfangið adalheidur@ki.is

 

AFKOMA LSK 2014 KYNNT Á ÁRSFUNDI

 

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fór fram fimmtudaginn 27. maí sl. í bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, Kópavogi.

Formaður stjórnar og framkvæmdastjóri kynntu starfsemi ársins 2014 og fóru yfir lykiltölur í ársskýrslu.

Fundargerð ársfundar LSK 2015 

Ársreikningur LSK 2014

Fjárfestingarstefna LSK fyrir árið 2015 (pdf) 

 

 

ÁRSFUNDUR LÍFEYRISSJÓÐS STARFSMANNA KÓPAVOGSBÆJAR 2015  28.MAÍ KL. 16.00

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 28. maí kl. 16.00, í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2 Kópavogi.

Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin

Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins

Reykjavík, 5. maí 2015

Stjórn Lífeyrissjóðs stafsmanna Kópavogsbæjar

 

Starfsemi ársins 2014 

Ársreikningur LSK 2014

Fjárfestingarstefna LSK fyrir árið 2015 (pdf) 

 

 

AFKOMA ÁRSINS 2013 KYNNT Á ÁRSFUNDI LSK 2014


Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar var haldinn miðvikudaginn 21. maí í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar.
Formaður stjórnar, Gunnlaugur Júlíusson og  framkvæmdastjóri sjóðsins, Jón G. Kristjánsson kynntu starfsemi sjóðsins á árinu 2013. Þá voru tveir fulltrúar starfsmannafélagsins endurkjörnir í stjórn sjóðsins, en það eru Helga Elínborg Jónsdóttir og Ragnar Snorri Magnússon.  

Starfsemi sjóðsins 2013

Ársreikningur 2013

Fjárfestingarstefna LSK fyrir árið 2014 (pdf) 

Fundargerð ársfundar LSK 2014

 

 

ÁRSFUNDUR LSK 2014


Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn miðvikudaginn 21. maí kl. 16.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð (gengið inn austanmegin).
Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin

Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta.
Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins.

Kópavogi, 2. maí 2014

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

 

Starfsemi sjóðsins 2013

Ársreikningur 2013

Fjárfestingarstefna LSK fyrir árið 2014 (pdf) 

 

Nýr framkvæmdastjóri hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga

Gerður Guðjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga (LSS) í stað Jóns G. Kristjánssonar sem lætur af störfum í sumar vegna aldurs, en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjóðsins frá stofnun hans árið 1998.

Gerður hefur gegnt stöðu fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar frá árinu 2007. Hún hefur setið í stjórn LSS fyrir hönd Samband íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2010 og jafnframt verið formaður endurskoðunarnefndar sjóðsins.

Hún starfaði lengi hjá Grant Thornton endurskoðun og gengdi þar starfi forstöðumanns endurskoðunar- og gæðasviðs. Hún er viðskiptafræðingur að mennt og er löggiltur endurskoðandi.  

LSS rekur einnig Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar sem falla einnig undir framkvæmdastjóra LSS.

Gerður mun taka við fráfarandi framkvæmdastjóra í sumar.

 

Lífeyrisgáttin

Upplýsingar um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum á einum stað

Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingar-sjóðum.

Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni í gegnum Sjóðfélagavef sem er á vinstri valmynd heimasíðu Líferyissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefinn.

Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tíma þegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skipt þá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni.

Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi en orðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð. Nú opnast þeim greið leið meðLífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum.

 

„Opið hús“ hjá lífeyrissjóðnum 5. nóvember

„Opið hús“ verður hjá lífeyrissjóðum landsins á þriðjudaginn, 5. nóvember 2013, til að gefa sjóðfélögum kost á að kynna sérLífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín.

Skrifstofa Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður opin til kl. 19.00 þann dag og eru allir sjóðfélagar hjartanlega velkomnir.

 

Afkoma Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2012 kynnt á ársfundi

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2013 var haldinn mánudaginn 27. maí í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, í Kópavogi.

Formaður stjórnar sjóðsins, Gunnlaugur Júlíusson, bauð fundargesti velkomna og fór yfir skýrslu stjórnar. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sjóðsins kynnti afkomu sjóðsins í ársreikningi, tryggingafræðilega athugun og fjárfestingastefnu.

Hægt er að nálgast gögn sem lögð voru fram á fundinum :

Ársreikningur 2012

Afkomutafla LSK 2012

Fjárfestingarstefna Lífeyrssjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2013 (pdf)

Fundargerð ársfundar LSK 2013

 

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2012

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2012 var haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, í Kópavogi.

Nýr formaður stjórnar sjóðsins, Gunnlaugur Júlíusson, kynnti sig og bauð fundargesti velkomna og fór yfir skýrslu stjórnar. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sjóðsins kynnti afkomu sjóðsins í ársreikningi, tryggingafræðilega athugun og fjárfestingastefnu. Einnig kynnti hann nýstaðfesta breytingu á samþykktum.

Guðmundur Friðjónsson sérfræðingur hjá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga kynnti möguleika á sameiningu sjóða með bakábyrgð sveitarfélaga.

Fjörugar umræður spunnust milli frummælenda og fundargesta á fundinum.

Hægt er að nálgast gögn sem lögð voru fram á fundinum ásamt fundargerð á eftirfarandi krækjum:

Fundargerð ársfundar LSK 2012

Ársreikningur 2011

Afkomutafla LSK 2011

Fjárfestingarstefna Lífeyrssjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2012 (pdf)

Samþykktir LSK

Kynningarglærur um möguleika á sameiningu sjóða með bakábyrgð sveitarfélaga

 

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar 2012

Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn fimmtudaginn 10. maí kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð.

Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Breyting á samþykktum
3. Önnur mál löglega upp borin
     a. Kynning á mögulegri sameiningu lífeyrissjóða með bakábyrgð sveitarfélaga

Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta

Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins

Kópavogi, 20. apríl 2012

Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar

 

STARFSEMI LSK 2010

Afkoma Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar fyrir árið 2010 er nú komin á vefinn. Hér má nálgast töflu með helstu tölum úr starfsemi sjóðsins. Hér má nálgast ársreikning LSK 2010 í heild sinni.


LSS tók við rekstri LSK 1. mars 2010
 

Þann 18. janúar síðastliðinn var skrifað undir samning um að Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga annist allan daglegan rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar frá 1. mars 2010 að telja.

Í því felst að LSS annast allt réttindabókhald, útreikning og útborgun lífeyris og hefur umsjón með öllu reikningshaldi fyrir sjóðinn, ásamt móttöku, vörslu og ávöxtun iðgjalda, sem og eignastýringu. Rekstur LSK verður þó áfram á kennitölu og undir nafni LSK.

Sérstök áhersla er lögð á að LSS veiti sjóðfélögum í LSK góða þjónustu, öruggar upplýsingar og traustar ráðleggingar.

Samningur þessi er sambærilegur samningum sem LSS hefur gert áður um rekstur Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar og Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar en allir þessir lífeyrissjóðir eru svokallaðir eftirmannsreglusjóðir og hefur þeim verið lokað fyrir nýjum sjóðfélögum frá miðju ári 1998.

 

Ársskýrslur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (pdf)

Ársreikningur 2010

Ársreikningur 2009

Ársreikningur 2008 

Ársreikningur 2007

Ársreikningur 2006

 

Fjárfestingarstefna Lífeyrssjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (pdf)

Fjárfestingarstefna LSK

 

Samþykktir Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (pdf)

Samþykktir LSK

 Stjórnborš

Forsķša vefsins Stękka letur Minnka letur Senda žessa sķšu Prenta žessa sķšu Veftré Hamur fyrir sjónskerta

Mynd


Skrifstofa LSS
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 540 0700
Netfang: lss(hjá)lss.is 
Opið virka daga
kl. 9.00-16.00
Símatími lífeyrisdeildar er milli kl. 13.00–16:00
Kennitala: 491098-2529