Beint ß lei­arkerfi vefsins

EFTIRLAUNASJËđUR STARFSMANNA HAFNARFJARđARKAUPSTAđAR

Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðakaupstaðar sameinaður inn í B-deild LSS

 

Eftirlaunasjóður starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar hefur verið sameinaður fjórum öðrum lokuðum sveitarfélagssjóðum með bakábyrgð sveitarfélaga í B-deild LSS (bæjarfélagadeild). 

 

Fjármálaráðuneytið staðfesti þann 13. ágúst sl. nýjar samþykktir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, LSS, sem fela í sér samruna Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar og Lífeyrissjóð starfsmanna Vestmannaeyjarbæjar, í nýja deild LSS, B-deild eða bæjarfélagadeild. 

Megin forsendur sameiningarinnar eru að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga verða óbreytt, skuldbindingar hvers launagreiðenda verður haldið aðgreindum og bakábyrgð viðkomandi sveitarfélags verður óbreytt og ennfremur að eignasöfn sjóðanna verði sameinuð í eitt safn.

 

Eftirlaunasjóði starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar var lokað fyrir nýjum sjóðsfélögum 1.júlí 1998 í samræmi við lög nr. 129 frá 1997.

 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) hefur annast rekstur sjóðsins frá 1. apríl 2012  í samræmi við samkomulag þar um. Þann 13. ágúst sl. sameinaðist sjóðurinn fjórum öðrum lokuðum sveitarfélagssjóðum með bakábyrgð sveitarfélaga inn í B-deild LSS.

 

Lífeyrisgáttin

Upplýsingar um öll áunnin lífeyrisréttindi í samtryggingarsjóðum á einum stað

Lífeyrissjóðir landsins opna í dag aðgang að Lífeyrisgáttinni, nýrri leið sjóðfélaga til að fá á einum stað upplýsingar um áunnin lífeyrisréttindi sín í samtryggingar-sjóðum.

Sjóðfélagar fá aðgang að Lífeyrisgáttinni í gegnum Sjóðfélagavefsem er á vinstri valmynd heimasíðu Líferyissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og nota þar sama aðgangsorð og gildir fyrir sjóðfélagavefinn.

Algengt er að fólk eigi réttindi í mörgum lífeyrissjóðum, til dæmis frá þeim tíma þegar það vann með námi hér og þar. Aðrir hafa skipt oft um starf á ferlinum og skipt þá gjarnan um lífeyrissjóð í leiðinni.

Hingað til hafa sjóðfélagar fengið send yfirlit um hvar þeir eiga lífeyrisréttindi en orðið að sækja sjálfir upplýsingar um hver þau réttindi nákvæmlega eru frá fyrri tíð. Nú opnast þeim greið leið meðLífeyrisgáttinni að þessum upplýsingum.

 

„Opið hús“ hjá lífeyrissjóðnum 5. nóvember

„Opið hús“ verður hjá lífeyrissjóðum landsins á þriðjudaginn, 5. nóvember 2013, til að gefa sjóðfélögum kost á að kynna sérLífeyrisgáttina betur og ræða um lífeyrisréttindi sín.

Skrifstofa Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður opin til kl. 19.00 þann dag og eru allir sjóðfélagar hjartanlega velkomnir.

 

Samruni fimm sjóða í nýja deild hjá LSS staðfestur

Fjármálaráðuneytið staðfesti þann 13. þessa mánaðar nýjar samþykktir Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, LSS, sem fela í sér samruna Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar, Lífeyrissjóð Akraneskaupstaðar, Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar, Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar og Lífeyrissjóð starfsmanna Vestmannaeyjarbæjar, í nýja deild LSS, B-deild eða bæjarfélagadeild. 

Megin forsendur sameiningarinnar eru að réttindi og réttindaávinnsla sjóðfélaga verða óbreytt, skuldbindingar hvers launagreiðenda verður haldið aðgreindum og bakábyrgð viðkomandi sveitarfélags verður óbreytt og ennfremur að eignasöfn sjóðanna verði sameinuð í eitt safn.

Sameiningin kemur til með að einfalda allan rekstur og utanumhald og lækka reksturskostnað umtalsvert.

 

 

Afkoma Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar 2012 kynnt á ársfundi og sameining sjóða

Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar 2013 var haldinn fimmtudaginn 23. maí sl. í Hafnarborg í Hafnarfirði. 

Formaður stjórnar sjóðsins, Fjölnir Sæmundsson, bauð fundargesti velkomna og flutti skýrslu stjórnar. Jón G. Kristjánsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, kynnti afkomu sjóðsins í ársreikningi, tryggingafræðilega athugun og fjárfestingastefnu. Einnig kynnti hann fyrirhugaðrar sameiningar fimm lífeyrissjóða í rekstri LSS í eina deild, Bæjarfélagadeild innan LSS. Guðmundur Friðjónsson, sérfræðingur hjá LSS kynnti hagkvæmni sameiningar fyrir fundargestum. 

Hægt er að nálgast gögn sem lögð voru fram á eftirfarandi krækjum:

Afkoma ársins 2012

Ársreikningur ESH 2012

Fjárfestingarstefna ESH fyrir árið 2013

 

 

ÁRSFUNDUR EFTIRLAUNASJÓÐS STARFSMANNA HAFNARFARÐARKAUPSTAÐAR 2013

Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar 2013 verður haldinn fimmtudaginn 23. maí  nk. kl. 16.00, í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði.

Dagskrá
1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins
2. Önnur mál löglega upp borin
3. Sameining lífeyrissjóða

Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta.

Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins.

Hafnarfirði,  3. maí  2012
Stjórn Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar

 

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga (LSS) tók við daglegum rekstri Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnafjarðarkaupstaðar (ESH) þann 1. apríl sl.

LSS annast allt réttindabókhald, útreikning og útborgun lífeyris ESH og hefur umsjón með öllu reikningshaldi fyrir sjóðinn, ásamt móttöku, vörslu og ávöxtun iðgjalda, sem og eignastýringu. Rekstur ESH verður þó áfram á kennitölu og undir nafni ESH. Sérstök áhersla er lögð á að LSS veiti sjóðfélögum í ESH góða þjónustu, öruggar upplýsingar og traustar ráðleggingar.

Stjórn Eftirlaunalaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjarðarkaupstaðar skipa Fjölnir Sæmundsson, formaður, Haraldur Eggertsson og Þórdís Bjarnadóttir. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson.Stjˇrnbor­

ForsÝ­a vefsins StŠkka letur Minnka letur Senda ■essa sÝ­u Prenta ■essa sÝ­u VeftrÚ Hamur fyrir sjˇnskerta

Mynd


Skrifstofa LSS
Sigtúni 42, 105 Reykjavík
Sími: 540 0700
Netfang: lss(hjá)lss.is 
Opið virka daga
kl. 9.00-16.00
Símatími lífeyrisdeildar er milli kl. 13.00–16:00
Kennitala: 491098-2529